Frábær staður fyrir þig til að læra á gítarinn!

Þú lærir allt sem skiptir máli á einfaldan og skemmtilegan háttSkráðu þig hér.

Í nokkur ár hef ég verið að þróa mitt eigið kennsluefni sem auðveldar hverjum sem er að læra á gítar. Hér er loksins hægt að nálgast þetta efni á auðveldan og ódýran hátt. Ég veit hversu marga langar að læra og mig langar að miðla yfir 20 ára reynslu af því að finna einföldustu og skemmtilegustu leiðina að því að spila.

Það er ekki hægt að fara neina styttri leið við að læra á gítar. Langa leiðin er stuttaleiðin. Hinsvegar getur verið ótrúlega flókið að finna út hvaða leið skal farin svo að leiðin verði hnitmiðuð og árangusrík. Á Youtube er auðvitað hægt að læra hvað sem er og við eigum að notfæra okkur það en vandamálið er allt það gríðarlega efni sem þar er.

Ég legg mikla vinnu í að skipuleggja námskeiðin fyrir þig þannig að þau leiði þig í gegnum námið á einfaldan og skemmtilegan hátt svo þú lærir það sem skiptir mestu máli á sem skemmstum tíma.

Námskeiðin sem ég bíð þér uppá eru hvert um sig mjög vönduð og jafnast fyllilega á við námskeið sem kosta um og yfir kr 60.000 og eru haldin úti í bæ einusinni eða tvisvar í viku í 4-6 vikur.

Hér getur þú hinsvegar mætt þegar þér hentar. Það er hinsvegar kostur að hitta kennara líka og þess vegna býð ég uppá þann möguleika að fá einkatíma samhliða námskeiðinu. Við finnum í sameiningu tíma sem hentar fyrir hann ef þú velur þennan möguleika.

Ég hlakka til að hjálpa þér við að verða góður gítarleikari! Skráðu þig í skólann minn og á námskeið.